Orkumálinn 2024

Gengið gegn kynbundnu ofbeldi

Árleg ljósaganga Soroptimistaklúbbs Austurlands var gengin frá Egilsstaðakirkju að föstudaginn 25. nóvember. Gangan markaði upphafið að 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem íslenska soroptimistahreyfingin tekur þátt í. Átakinu lýkur um helgina.

Markmið átaksins að þessu sinni er að beina athyglinni að forvörnum og fræðslu og hafa Soroptimistar útbúið fræðsluefni um hinar ýmsu myndir ofbeldis sem flokka má í sex flokka: andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, fjárhagslegt ofbeldi, stafrænt ofbeldi og eltihrellir. Ekki er alltaf auðvelt að átta sig á því að um ofbeldi sé að ræða í samböndum fólks en það getur átt sér stað óháð kyni, aldri og kynhneigð.

Samkvæmt rannsóknum hafa 15% til 20% íslenskra kvenna og 5% til 10% íslenskra karla verið beitt ofbeldi af maka sínum eða þeim sem þau voru í ástarsambandi við og líklega búa um 2% íslenskra kvenna við ofbeldi hverju sinni.

Frá göngunni. Mynd: Unnar Erlingsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.