Gefur út sínu þriðju plötu á fimmtugsafmælinu sínu

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Rafnkell Gíslason fagnar 50 ára afmæli sínu í dag meðal annars með því að gefa út sýna þriðju sólóplötu sem heitir Sameinaðar sálir. Guðmundur verður einnig heiðraður fyrir tónlistarferil sinn næstkomandi föstudag. Þá verða haldnir tónleikar honum til heiðurs þar sem margir þekktir tónlistarmenn koma fram og syngja lögin hans.


„Tónleikarnir eru hluti tónlistarhátíðinni „Köld“ sem er haldin í fyrsta skipti um næstu helgi. Fjöldi söngvara mun stíga á stokk og syngja lög sem ég hef sungið með SúEllen og lög af sólóplötum mínum,“ segir Guðmundur sem mun auðvitað líka koma fram og syngja.

Hann segist vera fullur tilhlökkunar og virkilega stoltur af þessum heiðri en líka pínu feiminn eins og sönnum listamanni sæmir.

Fyrsta lagið af nýju plötu Guðmundar, Perla, hefur þegar verið streymt yfir 2000 skipti á Spotify. „Lagið var svo valið af ritstjórn Spotify á þennan flotta spilunarlista og svo læddist lagið líka inn á vinsældarlista Rásar 2.

Lagið er að heldur betur að gera sig og ég segi bara takk fyrir mig. Ég vil bara að fólk viti hvað ég er þakklátur,” segir Guðmundur auðmjúkur að lokum.

 

Guðmundur prýðir hér kápuna á nýju plötunni sinni. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.