Gáfu HSA 1,2 milljónir króna

Samband stjórnendafélagi færði nýverið Heilbrigðisstofnun Austurlands 1,2 milljónir að gjöf í tengslum við þing félagsins sem haldið var á Hallormsstað. Féð hefur verið nýtt til kaupa á ómskoðunartæki sem staðsett verður á Reyðarfirði.

„Tækið er komið og byrjað að nota það,“ segir Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSA.

Hefð er fyrir að stjórnendafélagið gefi úr sjúkrasjóði sínum til málefna á því svæði sem þing þess er haldið hverju sinni.

Nína Hrönn segir tækið nýtast bæði læknum og hjúkrunarfræðingum í starfi sínu. Það nýtist meðal annars til að skoða ófrískar konur, meta blóðflæði í útlimum, kanna mjúkvefi, til hjartaskoðunar og til að athuga þvagblöðrur.

Tækið verður staðsett á Reyðarfirði en lokið verður við stækkun heilsugæslustöðvarinnar þar á næstu vikum. „Það er verið að byggja Reyðarfjörð upp sem móttökustað fyrir bráðatilfelli í Fjarðabyggð. Það er alveg að gerast að við fáum þar góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólkið okkar,“ segir Nína Hrönn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.