Fyrstu bíósýningar í Herðubreið með tveggja metra reglunni

Í gærkvöldi voru aftur hafnar bíósýningar í menningar- og félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði eftir nokkuð hlé. Búið er að breyta fyrirkomulaginu í kvikmyndasalnum þannig að tekið er fullt tillit til 2ja metra reglunnar. Myndirnar sem í boði verða eru Síðasta veiðiferðin, Tröll tónleikaferðin og Amma Hófí.

Það eru þær Sesselja Hlín Jónasdóttir og Celia Harrison sem sjá um rekstur Herðubreiðar og hafa gert svo frá árinu 2016.

„Við lokuðum fyrir bíósýningarnar í júlí og fórum síðar í að breyta fyrirkomulaginu í salnum í takt við hertar sóttvarnaraðgerðir,“ segir Sesselja Hrönn. „Nú er þetta allt klárt og sýningar verða hjá okkur á fimmtudögum og sunnudögum í haust. Mér sýnist að það stefni í góða aðsókn.“

Að sögn Sesselju Hrannar verður boðið upp á ýmiskonar menningarviðburði og leiklistarsýningar í Herðubreið á komandi vetri.

„Sem dæmi má nefna að Austurbrú mun setja upp barnamenningarhátíðina Bras hjá okkur í september og síðan auglýsum við fleiri uppákomur á heimasíðu okkar,“ segir hún.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.