Sýna loks saman á níræðisaldri

Það ekki á hverjum degi sem listafólk sýnir opinberlega fyrsta sinni. Þaðan af síður á hverjum degi sem hjón á níræðisaldri sýna opinberlega saman fyrsta sinni.

Það er nákvæmlega það sem hjónin Marý Anna Hilmars Hjaltadóttir og Össur Torfason gerðu nýlega þegar þau hengdu allnokkur verk sín upp í sal verslunarinnar Rammalausnir Sigrúnar í Fellabæ. Hún er 81 árs og hann 82 ára.

Marý Anna sýnir þar um tuttugu blýants- og grafítverk sem hún hefur unnið að undanförnu meðan eiginmaðurinn sýnir allnokkrar ljósmyndir sem hann hefur tekið gegnum tíðina. Verk hennar þar sem sprek og plöntur eru í aðalhlutverki speglast mikið í ljósmyndum eiginmannsins en öðlast líf í meðförum Marý Önnu.

„Það hefur komið mjög ánægjulega á óvart hversu margir hafa sýnt sýningunni áhuga,“ segir Marý Anna, við Austurfrétt. „Hér kom töluverður fjöldi þegar við opnuðum og ég hef þegar selt allnokkur verk. Ég er óskaplega þakklát fyrir viðtökurnar hingað til og þetta mér mikil hvatning.“

Marý Anna hefur lengi langt stund á myndlist, verið virkur meðlimur Myndlistarfélagi Fljótsdalshéraðs og hefur síðustu árin verið í læri hjá Pétri Behrens.

Ljósmyndabakterían heltók Össur snemma á lífsleiðinni og hann tekið mikinn fjölda mynda um land allt en gert minna af því sýna þær myndir fyrr en nú. Hans mótíf er fyrst og fremst náttúra landsins.

Flest verk hans á sýningunni eru tekin í eða við Neslón á Melrakkasléttu en þar finnst gjarnan mikill rekaviður í fjörum.

Mynd: Össur og Marý Anna við ljósmyndir Össurar. Mörg verkin hennar speglast í ljósmyndum eiginmannsins en það þarf afar næmt auga til að sjá það. AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.