Fyrsta breiðskífa Daníels Hjálmtýssonar komin út

Daníel Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrverandi kennari við Grunnskólann á Reyðarfirði, sendi fyrir helgi frá sér sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Labyrinthia.

Daníel vann að plötunni síðustu tvö ár, en mestan þann tíma var hann búsettur á Fáskrúðsfirði. Afraksturinn kom út stafrænt og á kassettu á föstudag en tvenns konar vínylútgáfa er væntanleg í mars á næsta ári.

Austurland hefur líka sterk áhrif í umslagi plötunnar sem Daníel hannaði ásamt listamanninum Villa Jóns. Íslensk náttúra almennt er líka áhrifamikil í plötunni allri, lögum og hönnun, því Daníel keyrði reglulega suður til að æfa og taka upp með hljómsveit sinni.

Daníel heldur í vikunni ásamt hljómsveit sinni í tónleikaferð til Hollands, Belgíu og Ítalíu. Hróður hennar hefur þegar borist út fyrir landssteinana þar sem eitt laga plötunnar, „Birds“ var valið lag dagsins á bandarísku útvarpstöðinni KEXP í maí 2020.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.