Fögnuðu járnbrúðkaupi

Hjónin Sölvi Aðalbjörnsson og Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir frá Egilsstöðum fögnuðu sunnudaginn 6. júní 70 ára brúðkaupsafmæli sínu en það telst járnbrúðkaup.

Þau opinberuðu trúlofun sína í janúar 1951 en voru gefin saman í Reykjavík 6. júní. Vinnuveitandi Sölva aðstoðaði ungu hjónin og fékk handa þeim klæðnað úr Þjóðleikhúsinu fyrir tilefnið.

Sölvi ólst upp á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá en Sigurborg á Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Þau eru bæði fædd árið 1929.

Þau urðu síðan meðal frumbyggja í Egilsstaðaþorpi þar sem þau byggðu árið 1953 húsið Heiðmörk. Sölvi notaði meðal annars rekavið í dyr, glugga og sperrur hússins.

Vel fer á að þau hjónin hafi fagnað járnbrúðkaupi enda Sölvi járnsmiður. Hann stofnaði og rak Vélaverkstæðið Víking á Egilsstöðum auk þess sem listaverk hans úr málmi hafa löngum vakið lukku meðal Héraðsbúa. Þá var hann meðal stofnenda byggingafélagsins Brúnáss.

Hjónin búa nú á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði.

solvi sigurbjorg jarnbrudkaup 0007 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.