Fljótsdalshérað sigraði Árborg í Útsvari
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. mar 2009 20:59 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Lið Fljótsdalshéraðs er komið í úrslit í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari. Liðið sigraði Árborg með 83 stigum gegn 78 nú í kvöld, eftir tvísýna baráttu. Úrslitakeppnin, þar sem Héraðsmenn eiga við lið Kópavogs, verður að viku liðinni.
Lið Fljótsdalshéraðs skipa þau Margrét Urður Snædal, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson.
----