Orkumálinn 2024

Fimmtán ára Norðfirðingar í flekasmíð

Ungir en stórhuga Norðfirðingar réðust nýverið í að smíða fleka og hafa sjósett hann. Hugmyndin að flekanum kviknaði í sögutíma í Nesskóla.

„Hugmyndin kom upp í sögutíma hjá Óskar Ágústi Þorsteinssyni þar sem fjallað var um fleka,“ segir Hlynur Fannar Stefánsson, einn af þeim sem standa að baki flekanum.

Hlynur Fannar hefur nóg að gera í sumar því auk flekasmíðinnar er hann í vinnuskóla Fjarðabyggðar, hjá sláttuþjónustu Járnkarls og í kjörbúðinni.

Hann segir að fyrsti túrinn á flekanum hafi verið spennandi en krefjandi. „„Ég og vinir mínir smíðuðum flekann úr timbri í bílskúrnum hjá Arnari Jacobsen, en til að halda honum á floti fylltum við hann af olíubrúsum sem við fengum frá Einari Sveini.

Þegar flekinn var tilbúinn fengum við Jóa Tryggva til að hjálpa okkur að flytja hann í kajak fjöruna í Neskaupstað. Þá fóru ég, Benedikt Arnfinnsson og Skúli Þór Ingvarsson stuttan rúnt á honum,“

Í samtali við Austurfrétt sagði Benedikt að flekinn hefði virkað vel. Hann bætti við að framtíðaráform væru um að stækka flekann og setja mótor á hann.

Fréttin er afrakstur fjölmiðlanámskeiðs Austurfréttar fyrir vinnuskóla Fjarðabyggðar. Fréttina unnu: Hlynur Fannar Stefánsson, Patrekur Aron Grétarsson, Benedikt Arnfinnsson og Arnar Jacobsen.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.