Ferðaþjónustuaðilar halda haustfund á Breiðdalsvík

Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi hittast á haustfundi á Hótel Breiðdalsvík á fimmtudag sem er þeirra uppskeruhátíð eftir sumarið.

Austurbrú heldur utan um daginn sem hefst á vísinda- og vinnustofuferð á leiðinni á Breiðdalsvík þangað sem komið verður um hádegið.

Hinn eiginlegi haustfundur hefst eftir hádegið með fræðsluerindum um ferðaþjónustu. Meðal fyrirlesara verða Eyþór Guðjónsson frá Sky Lagoon, Berglind Einarsdóttir frá Adventura á Djúpavogi og Maciej Pietruńko frá Arctic Fun á Djúpavogi.

Að fundinum loknum verður kvöldmatur og skemmtun. Dagurinn er ætlaður hvort sem er stjórnendum eða starfsfólki um ferðaþjónustu eða áhugasömu fólki um greinina en frestur til að skrá sig á daginn rennur út í dag.

Skráning, sem og móttaka tilnefninga fyrir verðlaun austfirskrar ferðaþjónustu, Klettinn og Frumkvöðulinn, er hjá Austurbrú.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.