Orkumálinn 2024

Færeyskt hjólreiðafólk æfir á Austurlandi

Fjórir gulklæddir hjólreiðamenn hafa vakið athygli austfirskra vegfarenda í dag og í gær. Þetta eru Færeyingar í árlegri æfingaferð fyrir góðgerðahjólreiðar til Parísar undir merkjum Team Rynkeby.

„Færeyingar voru fyrst með 2014. Við höfum komið síðustu ár með Norrænu og æft hér í tvo daga,“ segir Poula Michelsson, einn hjólreiðamannanna fjögurra.

Hjólreiðafólk hjólaði í gær 143 km frá Seyðisfirði yfir Fjarðarheiði og Fljótsdalshringinn að Skriðuklaustri. Í morgun hjólaði hópurinn aftur Fljótsdalshringinn og er á leiðinni yfir Fjarðarheiðina. Leiðin í dag var heldur styttri. „Þetta er kaldur dagur,“ útskýrði Poula.

Innan Team Rynkeby eru hjólreiðahópar frá öllum Norðurlöndunum og Þýskalandi, alls um 2600 einstaklingar. Hjólreiðafólkið safnar styrkjum við verkefnið en ágóði átaksins rennur til barna sem berjast við alvarlega sjúkdóma.

Aðaltakmark hópanna er að hjóla frá Hanstholm á Norður-Jótlandi til Parísar, alls 1800 km leið á sjö dögum. Hóparnir hittast allir í Danmörku og hjóla saman suður til Frakklands um mánaðarmótin júní/júlí. „Ferð okkar hefst 27. júní, þá hjólum við 80 km í Færeyjum áður en við förum með Norrænu til Danmerkur,“ segir Poula.

Alls eru yfir 50 hjólreiðamenn og 12 fylgdarmenn í færeyska liðinu en hingað til lands komu fjórir hjólreiðamenn ásamt fylgdarmanneskju. Þau koma víða af eyjunum, tvö úr Þórshöfn, eitt frá Skala og eitt frá Norðskála. „Færeyingar voru fyrst með árið 2014 og þá vorum við 20 að hjóla. Liðið okkar hefur því stækkað mikið á síðustu árum,“ segir Poula.

Íslendingar eiga einnig sitt lið í Team Rynkeby. Það tók fyrst þátt árið 2017 en í ár telur hópurinn tæplega 40 einstaklinga. Á fyrstu tveimur árum sínum hefur hópurinn safnað rúmum 26 milljónum króna sem rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.