„Eyvindará kom bara upp í hendurnar á okkur af tilviljun”

„Við förum oftast fyrst á fætur á morgnana og síðust að sofa á kvöldin,” segir Sigurbjörg Inga Flosadóttir sem rekur Hótel Eyvindará ásamt manni sínum Ófeigi Pálssyni. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti þau á dögunum.Sigurbjörg Inga og Ófeigur keyptu reksturinn árið 2007 sem síðan þá hefur heldur betur vaxið og dafnað. Ófeigur er menntaður húsasmíðameistari og starfaði sem slíkur, segist hafa þekkt til fyrri rekstraraðila og frétti af því að eignin væri að fara í sölu.

„Eyvindará kom bara upp í hendurnar á okkur af tilviljun,” segir Ófeigur og bætir því við að honum hafi dottið í hug að sniðugt væri fyrir þau hjónin að festa kaup á rekstrinum þar sem Sigurbjörg Inga hafði nýverið lokið námi í ferðamálafræði. „Ég ætlaði ekkert að fara í þetta sjálfur, heldur bara smíða áfram, en ílengdist svo hérna,” segir Ófeigur.

Mikið er lagt upp úr persónulegu umhverfi á staðnum. „Við leggjum mikla áherslu á ræturnar okkar og erum bæði með myndir uppi af ömmum og öfum sem og ýmsa hluti úr búum foreldra. Þetta er allt útreiknað hjá okkur til þess að minna okkur á hvaðan við komum,” segir Sigurbjörg.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.