Orkumálinn 2024

Rótarý og Verkmenntaskóli Austurlands halda opin fund um umhverfismál

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 19. febrúar mun Rótarýklúbbur Neskaupstaðar ásamt Umhverfisnefnd Verkmenntaskóla Austurlands (VA) standa fyrir opnum fundi um umhverfis- og loftlagsmálmál. Kynntar verða meðal annars niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir í íbúa Neskaupstaðar og nemendur VA.

 

 

Fundurinn ber yfirskriftina „Umhverfis og loftlagsmál eru mörgun hugleikin.“ Þessi málefni eru óneitanlega að verða fyrirferðarmeiri og fyrirferðarmeiri í heiminum í dag. 

 „Venjulega er Rótarí dagurinn haldinn á þessum tíma árs en í verður hann ekki fyrr en í apríl. Við vildum samt gera eitthvað núna. 

Og þar sem umhverfismálin eru eitt af áherslumálum Önnu Stefánsdóttur, umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi og þessi mál Verkmenntaskólanum hugleikinn þá fannst okkur gráupplagt sameina krafta okkar og gera úr þessu gott kvöld,” segir Áslaug Lárusdóttir í félagi í Rótarýklúbbi Neskaupstaðar sem situr einnig í Umhverfisnefnd VA

Guðmundur H. Sigfússon, forseti Rótarýklúbbs Neskaupstaðar, mun segja frá umhverfisstefnu Rótarý á íslandi og líka segja frá niðurstöðum skoðunarkönnunnar sem var lögð fyrir nemendur skólans og aðra samskonar sem lögð var fyrir íbúa Neskaupstaðar. 

„Það er áhugavert að sjá hvað kemur út úr könnunum þó svo þetta hafi líka verið til gamans gert. En um 140 manns tóku þátt í könnuninni sem var lögð fyrir íbúanna.

Það var verið að kanna umhverfisvitund þátttakenda og einnig spurðum við hvort viðkomandi væri haldin umhverfiskvíða. En það er tiltölulega nýtt hugtak sem margir vita ekki um eða hvað þýðir,“ segir Áslaug. 

Gerður Guðmundsdóttir mun fyrir hönd Umhverfisnefndar VA tala um vinnu Verkmenntaskólans þegar kemur að umhverfismálum. En skólinn hefur hlotið Grænfánann og hann hlýst ekki nema fylgja eftir ströngum skilyrðum 

Aðrir sem mun halda eridi eru Anna Karen Marinósdóttir, nemandi í VA og meðlimur í Umhverfisvend VA fyrir hönd nemenda og Ingibjörg Þórðardóttir íslenskukennari í VA. 

Fundurinn hefst kl. 20:00 og fer fram í Stofu 1 í húsnæði Verkmenntaskólans og er öllum opin.

 

Áslaug Lárusdóttir til vinstri. Myndin er aðsend

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.