Er framsókn fallegasta orðið í tungumálinu?

Hvað er fallegasta orðið í íslenskri tungu? Gæti það verið sleikjó eða sólarljós? Gufuruglaður eða gæska? Framsókn kannski?

Sitt sýnist hverjum í því sem öðru enda státar móðurmálið okkar af mörg hundruðum, ef ekki þúsundum, geysifallegra orða sem mörg hver eru að falla eða eru fallin í gleymskunnar dá.

Verkmenntaskóli Austurlands lagði þessa spurningu fyrir gesti á Tæknidegi fjölskyldunnar sem fram fór í Neskaupstað fyrir skömmu. Fengust þar vel yfir 50 tilnefningar og þar á meðal orðin hér að ofan.

Nú vill skólinn taka þetta lengra og býður fólki að taka þátt í nafnlausri netkönnun til að fá afgerandi niðurstöðu og skal hún kynnt formlega á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember næstkomandi.

Könnunina má taka hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.