Skip to main content

Engin einasta loðnupadda á land

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. mar 2009 00:45Uppfært 08. jan 2016 19:19

Aðalsteinn Jónsson kom síðastliðinn föstudag tómur til Eskifjarðar en skipið var búið að frysta 1000 tonn af loðnu sem var landað í Hafnarfirði. Segir á vef  Tandrabergs ehf. að það hljóti að vera sögulegur atburður þegar ekki kemur ein einasta loðnupadda á land á Eskifirði og væntanlega í fyrsta skipti í 27 ár sem slíkt gerist. ,,Það er deginum ljósara að Eskfirðingar hefðu ekki klárað sig af öðrum eins skakkaföllum ef ekki hefði notið við álvers í Reyðarfirði, en alltaf kemur það betur í ljós hversu mikilvægt verið er fyrir okkur,“ segir á vefnum.

adalsteinn_330974.jpg

Skuttogarinn Sólbakur er væntanlegur til Eskifjarðar með morgninum með 130 tonn, mest þorsk sem fékkst í Hvalbakshalli en þar er nú nægur fiskur.

Bjartur landaði í gærmorgun í Neskaupstað um 75 tonnum og fer hann í hið árlega togararall í dag.

 Tandraberg ehf. er fyrirtæki sem veitir alhliða upp- og útskipunarþjónustu í höfnum Fjarðabyggðar