Engin Bræðslukreppa

Þriðjungur miða á tónleikana í Bræðslunni á Borgarfirði eru seldir. Erlendir aðilar sýna tónleikunum áhuga.


Image„Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum beinar fyrirspurnir um miða og þjónustu erlendis frá,“ sagði Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn tónleikahaldara, í samtali við Austurgluggann í morgun. Hann sagði miðasöluna fara vel af stað, í gærkvöldi hefði þriðjungur þeirra eitt þúsund miða sem til eru verið seldir. „Það er engin Bræðslukreppa.“ Opnað var fyrir miðasölu á fimmtudag.

Sú breyting hefur orðið frá upphaflegri dagskrá að hin færeyska Eivör Pálsdóttir kemur fram í stað Emilíönu Torríni. Sú síðarnefnda kemst ekki vegna anna við plötuupptöku. „Emilíana kemur alltaf aftur,“ sagði Arngrímur, en hún spilaði á tveimur fyrstu Bræðslutónleikunum.

Aðalgestur tónleikanna verður írska söngvaskáldið Damien Rice en Magni kemur einnig fram. Miðasala fer fram í verslunum BT og á midi.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.