Eldhúsyfirheyrslan: Hollur kostur hamfarakokksins

Það er við hæfi að rauð viðvörun sé í gildi á valentínusardagurinn sjálfan en enn meira við að nýta daginn í að elda eitthvað gott eða jafnvel baka sem er eiginlega enn betri hugmynd. Það er því við hæfi að matgæðingur vikunnar, Breiðdælingurinn Karl Þórður Indriðason deilir með okkur girnilegri döðlutertu í eldhúsyfirheyrslu vikunnar.

 

 

Fullt nafn: Karl Þórður Indriðason.     

Aldur: 37         

Starf: Atvinnulaus eins og er en á sumrin starfa ég hjá Þvottaveldinu.

Maki: Benedikt Jónsson         

Börn:  Nei, en heimilshundurinn er á við nokkur börn svo við erum bara góðir.

Hvaðan ertu? Fæddur og uppalin á Breiðdalsvík.      

Hvar býrðu? Breiðdalsvík

Mesti áhrifavaldur í matargerð? Siggi Hall þegar ég var yngri horfði á alla þættina hanns þegar ég var krakki. En í dag er það Ebba Guðný.

Hver er furðulegasti réttur sem þú hefur eldað/bakað?  Hef rosalega lítið verið að vinna með eitthvað furðulegt í eldhúsinu.

Hvað ertu oftast beðin um að elda/baka? Kleinurnar mínar þykja með þeim betri er mér sagt.

Hver væri titillinn á kokkabókinni þinni?  Hollur kostur hamfarakokksins.

Besta eldhúsráð sem þú hefur fengið? Að vera hæfilega kærulaus.

Þú ert með matarboð, hvaða þrjár manneskjur úr mannkynssögunni myndir þú bjóða og af hverju? Og hvað myndirðu elda?  

Margrét danadrottning, Díana prinsessa  og Luciano Pavarotti. Margrét myndi halda uppi stuðinu, Díana kæmi með glæsileikann og Pavarotti myndi sjá um tónlistina. Myndi bjóða upp á Sjávaréttasúpuna mína og Crème brûlée á eftir. 

Hlustarðu á tónlist þegar þú eldar? Ef svo er hvaða og af hverju? 

Nei er meira að vinna með podcast þessa dagana í eldhúsinu.

Hvert er leiðinlegasta eldhúsverkið? Vaska upp.

Horfirðu á matreiðsluþætti? Einhver í uppáhaldi? Allir þættir með Mary Berry á youtube

En lestu matreiðslubækur? Mælirðu með einhverri? Á nokkrar uppáhalds. En ætli matreiðslubók Nönnu sé ekki sú sem hefur verið mest flett á þessu heimili enda er nánast allt í henni, en nota orðið netið meira nú orðið .

Hver er þinn styrkleiki í eldhúsinu? Get útbúið allskonar úr engu.

En veikleiki? Að vera kannski að gera of marga hluti í einu , hefur oft munað litlu að illa færi .

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið í matargerð? Að skipta út áramóta kalkúninum fyrir sveppa welington síðustu áramót en það bara engin skaða af.

Hvað er alltaf til í ísskápnum hjá þér og af hverju?  Smjör, Rjómi og G-mjólk

Mesta afrek í eldhúsinu?  Ætli það séu ekki öll stórafmælin í fjölskylduni sem ég hef riggað upp.

Topp þrír réttir sem þig langar að smakka áður en þú deyrð?  Croissants í París, Pizza í Napoli og Gúllassúpa í Búdapest.

Hver er svo þín uppáhalds uppskrift sem þú vilt deila með lesendum? 

Það er Döðlukaka í hollari kantinum.

 

Innihaldsefni:

120 gr möndlumjöl.

160 gr döðlur skornar smát

60 gr kókospálmasykur eða hrásykur

2 msk kókosmjöl

100 gr suðusúkkulaði saxað smátt. ( nota oftast súkkulaði sætt með steviu)

1 tsk vínsteinslyftiduft (má nota venjulegt)

2 tsk vanilludroppar

3 msk vatn 

2 egg.

 

Aðferð:

Ofn hitaður í 150°c á blæstri

Þurrefnum blandað samaa í skál með sleif. Eggjum, vatni og vanilludroppum bætt saman við . Sett í 32 cm hringlaga smelluform og látið standa í 15-20 mín áður en kakkan fer í ofnin. Bakað í 40-45 mín. Tekin út og látin kólna alvega. Þeyttið ca 250 ml af rjóma og setið ofan á þegar kakan er orðin alveg köld. Gott er að setja fersk ber ofan á kökkuna áður en hún er borin fram.

 

 

Karl Þórður Indriðason og döðlutertan girnilega. Myndirnar eru aðsendar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.