Orkumálinn 2024

Eldhúsyfirheyrslan: Döðlugott, Magnús Scheving og ærberjasnakk

Breiðdælingurinn Guðný Harðardóttir er Austfirðingum að góðu kunn fyrir Breiðdalsbitann sinn. Hún er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og sauðfjárbóndi. Matgæðingur síðustu viku skoraði á Guðnýju í eldhúsyfirheyrslu þessarar viku og tók hún áskorununni með glöðu geði. 

 

 

Fullt nafn: Guðný Harðardóttir          

Aldur: 34

Starf: Sauðfjárbóndi og framkvæmdarstjóri Breiðdalsbita

Maki: Valur Þeyr Arnarson

Börn:  Sólveig Björg (10) , Sólrún Líf (7) og Dagbjartur Örn (3)

Hvaðan ertu? Fellum, Fljótsdalshéraði

Hvar býrðu? Gilsárstekk, Breiðdal

Mesti áhrifavaldur í matargerð? Ísskápurinn og frystirinn! 

Hvað ertu oftast beðin um að elda/baka? Hakk og spagettí af krökkunum.

Hver væri titillinn á kokkabókinni þinni? Hvernig á að elda lamb!

Besta eldhúsráð sem þú hefur fengið? Besta ráðið er að setja sleif yfir pott svo það sjóði ekki upp úr honum! 

Þú ert með matarboð, hvaða þrjár manneskjur úr mannkynssögunni myndir þú bjóða og af hverju? Og hvað myndirðu elda? Vigdís Finnbogadóttir besta fyrirmynd kvenna fyrr og síðar, Magnús Scheving vegna alls hans árangurs og Dale Carnegie til að njóta alls hans visku. Á borðum yrði heimaalið lambakjöt með öllu tilheyrandi, baunum rauðkáli og góðri sósu. 

Hlustarðu á tónlist þegar þú eldar? Ef svo er hvaða og af hverju? Lítill friður til þess á stóru heimili.

Hvert er leiðinlegasta eldhúsverkið? uppvaskið

Horfirðu á matreiðsluþætti? Einhver í uppáhaldi? Voða lítið

En lestu matreiðslubækur? Mælirðu með einhverri? Matur -Helgu Sigurðardóttur stendur alltaf vel fyrir sínu. Annars er maður farinn að googla flest allt í dag.

Hver er þinn styrkleiki í eldhúsinu? Sköpunargleði og nýtni.

En veikleiki? Óþolinmæði og gef mér of lítinn tíma.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið í matargerð? Við vinnu mína í Breiðdalsbita hefur öll vöruþróun byrjað í eldhúsinu heima. Má þar nefna mestu áhættuna þegar ég var að þróa Ærberjasnakkið og það tók margar tilraunir. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum hjá þér og af hverju?  Smjör! Það er hægt að nota í allt og er líka svo gott.

Mesta afrek í eldhúsinu?  Þegar Ærberjasnakkið var fullkomnað og þegar ég bjó til Hreindýrapaté uppskriftina fyrir Breiðdalsbita einnig.

Topp þrír réttir sem þig langar að smakka áður en þú deyrð?  Mér þykir erfitt að tilgreina einhverja 3 sérstaka rétti sem mig langar að smakka áður en ég dey. Ég er mjög dugleg við að smakka allan mat sem ég hef ekki smakkað áður og ég ferðast ekki öðruvísi en að eltast við framandi mat og smakka hann. Sem betur fer á ég eftir að ferðast enn víða og á því margt eftir.

Hver er svo þín uppáhalds uppskrift sem þú vilt deila með lesendum? 

Döðlugotterí er vinsælt og mér þykir frábært að búa til hollara sælgæti. 

Innihaldsefni:

300 gr smjör

125 gr púðursykur

800 gr niðurbrytjaðar döðlur

5-6 bollar Rice crispies

1 bolli brytjaðar möndlur án hýðis eða kasjúhnetur (oft bara eftir því hvað er í ísskápnum)

1 bolli kókosmjöl og/eða tröllahafrar

Ofan á:

1 dl hlynsíróp eða agave síróp

2 dl hreint kakóduft

2 dl kókosolía

 

Aðferð:

Smjörið er brætt í potti og púðursykri og döðlum er bætt í pottinn og látið malla við lágan hita þangað til orðið einsleitt. Siðan er döðlumaukinu hellt yfir Rice crispie-ið og blandað vel saman. Öllu þjappað í mót eða á plötu. 

Guðný Harðardóttir.

Döðlugottið hennar. 

 

Myndir: Úr einkasafni. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.