Orkumálinn 2024

Eistnaflug komið heim í Egilsbúið

Þungarokkshátíðin Eistnaflug verður sett í fimmtánda sinn í Neskaupstað í kvöld. Á hátíðinni í ár er leitað aftur í ræturnar, bæði í úrvali hljómsveita og með að velja Egilsbúð. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir miðasöluna hafa ágætlega og allt sé tilbúið fyrir hátíð ársins.

„Bærinn er að fyllast af fólki, það hefur allt gengið vel og verið mjög gaman enda hópurinn góður,“ segir Magný Rós Sigurðardóttir, upplýsingafræðingur.

„Miðasalan hefur verið eftir okkar bestu vonum. Við höfðum áhyggjur um tíma en nú er búið að selja þá miða sem við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum.“

Hátíðin hefur gengið í gegnum öldudal síðustu ár þar sem miðasala á hana hefur ekki gengið eins og vænst var á. Hún hefur verið endurskipulögð og er nú í Egilsbúð, líkt og hún var í upphafi, en ekki íþróttahúsinu. „Það má segja að við séum komin heim,“ segir Magný.

Hljómsveitavalið ber líka keim af því. Erlendum hljómsveitum hefur verið fækkað en áherslan lögð á upprennandi íslenskar sveitir í bland við stærstu íslensku þungarokksveitirnar. Í hópi þeirra efnilegu er Aaru sem hefur leikinn klukkan 19:00 í kvöld.

Stóru erlendu sveitirnar eru Graveyard, Hate og Primordial sem eru aðalnúmerin næstu kvöld. Á laugardaginn er einnig Bardspec of Hope sem Magný lýsir sem „tónlistarverkefni“ hins norska Ivars Björnssonar úr Enslaved. Þá má einnig benda á Golden Core í kvöld, aðalmennirnir hálfir Norðmenn og hálfir Íslendingar þar sem faðir þeirra er íslenskur.

Af stærstu íslensku hljómsveitunum má nefna Vintage Caravan, Sólstafi, Brain Police. Þá eru í hópnum Auðn og Une Misére sem vakið hafa mikla athygli erlendis síðustu misseri. Fyrir áhugasama má benda á Morpholith sem spilar á laugardag, en sú sveit vann Íslandsforkeppni Wacken þar sem leitaðar eru uppi efnilegar þungarokkssveitir.

Þá eru einnig í boði ýmsir hliðarviðburðir svo sem spurningakeppni, pallborðsumræður, bjórhlaup og svo annað svið undir hljómsveitir. Þar spila meðal annarra austfirsku sveitirnar DDT skordýraeigur og Sárasótt. Til að kynna Eistnaflug ferðuðust sveitirnar um milli byggðakjarna Fjarðabyggðar á sunnudag í gámi og efndu til útitónleika.

„Íbúar Fjarðabyggðar hafa alltaf staðið með hátíðinni, sérstaklega í þessu breytingum sem orðið hafa á henni þannig við ákváðum að fara með tónleika til þeirra. Við tilkynntum um þessa tónleika með skömmum fyrirvara en það kom fullt af fólki til að hlusta.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.