Orkumálinn 2024

Eistnaflug 2019: Afturhvarf til rótanna

„Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, sem hýsti hana frá fyrsta skipti, allt til ársins 2014,” segir Magný Rós Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs.

 

Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem munum koma fram í ár, á fimmtán ára afmælisári hátíðarinnar, dagana 10. – 13. júlí.

Í upphafi var Eistnaflug eins dags hátíð en hún hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð.

„Í fyrra seldust færri miðar en oft áður og þá var sú ákvörðun tekin að færa okkur aftur í Egilsbúð í ár, við eigum afmæli, af hverju ekki að halda allavega eina hátíð aftur þar. Í raun hafa gestir verið að kalla eftir þessar breytingu. Þó svo að íþróttahúsið hafi boðið upp á stærri hljómsveitir skapaðist ekki þessi persónulega stemmning þar og í Egilsbúð. Þar var hátíðin eins og ættarmót þar sem allir hittust og nándin varð miklu meiri. Okkur langar að leita aftur, þetta er afturhvarf hátíðarinnar til rótanna,“ segir Magný Rós. 


Allavega þrjátíu hljómsveitir í ár
Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru: Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sólstafir (ICELAND).

„Það verða allavega þrjátíu hljómsveitir í ár, en fleiri minni og færri stórar. Við erum að fara til baka eins og þetta var þar sem litlar íslenskar hljómsveitir spiluðu, þó svo það verði einnig stórar með. Í það minnsta verður bæði gleði og gaman á Eistnaflugi í ár.“

Ljósmynd: Hjalti Árnason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.