Orkumálinn 2024

Einstakt að upplifa afrakstur vinnunnar fara út í kosmósið

Austfirska kvennahljómsveitin Dúkkulísurnar var að senda frá sér jólaplötuna Jól sko!, en útgáfuhóf verður haldið í Mathöllinni á Granda á morgun föstudag.


Jól sko! inniheldur sex jólalög og er bæði gefin út á geisladisk og vínilplötu. Helmingur laganna er frumsaminn en þrjú þeirra segir Gréta Sigurjónsdóttir, gítarleikari sveitarinnar, vera vel valdar ábreiður. „Það eru jólalög sem hafa þó ekki verið mikið spiluð og fólk þekkir kannski ekki endilega,“ segir Gréta sem bætir því við að hugmyndin að útgáfunni hafi kviknað í hálfgerðu gríni fyrir nokkrum árum.

„Við vorum svo töluvert að spila saman fyrir síðustu jól og tókum þá einnig upp tvö fyrstu lögin, í Hofi hjá Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Okkur þótti þetta svo skemmtilegt að við ákváðum að spila einnig saman fyrir þessi jól og úr varð að við tókum upp fjögur lög hjá honum í viðbót og úr varð þessi sex laga jólaplata,“ segir Gréta.

Titillagið hefur hlotið góðar viðtökur
Gréta segir það afar góða tilfinningu að vera búin að koma plötunni út. „Að upplifa afrakstur vinnunnar fara út í kosmósið, það er alveg einstakt. Við erum líka búnar að gefa út eitt myndband, en það var tekið upp á Egilsstöðum um síðustu helgi í öllum snjónum. Það var alveg ótrúlega gaman að vinna þessa plötu og koma henni í gegn um allt sem þarf að gera.“

Aðspurð að því hvort hún jólalögin á plötunni ná flugi fyrir jólin segir hún; „Við erum líklega ekki bestar til þess að segja til um það, en við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við titillagi plötunnar sem myndbandið er við,“ segir Gréta en Borgfirðingurinn Magni Ásgeirsson syngur það lag með sveitinni.

Ljósmynd: Ólöf Erla Einarsdottir

Útgáfuhófið á morgun hefst klukkan 18:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.