„Ég vildi fanga stemminguna og kraftinn sem býr í landinu“

„Verkin eru hugsuð sem minningarbrot úr æsku af svæðinu,“ segir Héraðsbúinn Heiðdís Halla Bjarnadóttir sem opnaði sýninguna Hér/Here á Skriðuklaustri í byrjun júní.


Á sýningunni eru þrjú tölvugrafíkverk eftir Heiðdísi Höllu af Dyrfjöllum, Stórurð og Lagarfljóti inn að Snæfelli og Hengifossi.

„Ég er frá Egilsstöðum en var mikð í Fljótsdal og í Eiðaþinghá sem barn og þekki svæðið vel, en amma er úr Fellum og afi úr Eiðaþinghá. Myndirnar eru unnar eftir ljósmyndum þaðan, en ég tek mér listamannaleyfi og einfalda þær mjög mikið og breyti þeim eftir því sem mér þykir passa best. Ég hef jafnvel hugsað mér að gera fleiri myndir í þessum stíl þegar tími gefst,“ segir Heiðdís Halla, en hér er hægt að skoða myndirnar.

Hún segir hugmyndina að sýningunni hafa verið að skapa stemmingu í kringum þessa staði sem eru henni svo kærir. „Ég vildi ekki hafa þetta alveg „abstrakt“ svo fólk tengdi við myndirnar, sem er þó ekki nauðsynlegt, þær eiga að geta staðið óháð hvort fólk þekki svæðið eða ekki. Litavalið er samt óhefðbundið þar sem ég vildi fanga stemminguna og kraftinn sem býr í landinu og búa þannig til skemmtilegt og lifandi myndverk.“

Hægt er að kaupa eftirprentanir af verkunum
Heiðdís Halla lauk námi í grafískri hönnun Myndlistaskólann á Akureyri í fyrra og rekur grafíska hönnunarfyrirtækið Duodot ehf. á Akureyri ásamt Kristínu Önnu Kristjánsdóttur.

Sýningin stendur til 2. júlí á Skriðuklaustri og hægt er að kaupa eftirprentanir af verkunum þar. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og panta eftirprentanir með því að senda skilaboð á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar