„Ef ég myndi ekki spá þeim sigri væri ég að sigla undir fölsku flaggi“

„Ég var gallharður Hattari hér í denn og spilaði sjálf fótbolta daglega. Þó má fullyrða að áhugi minn hafi einskorðast við veru inn á vellinum fremur utan, en vitaskuld er ekki annað hægt en að vera rifin með í stemninguna sem myndast í þjóðfélaginu,“ segir Héraðsbúinn Lára Garðarsdóttir, sem hannaði vörulínu í tengslum við HM fyrir Pennann.


„Ég vann um tíma í markaðsdeild Pennans og myndaði þar góð tengls og hef notið góðs af þeim áfram í eigin rekstri,“ segir Lára sem er BA-gráðu í character animation frá The Animation Workshop í Viborg í Danmörku sem útleggst „kvikari“ á íslensku, en þar lærði hún að gera teiknimyndir.

Lára hefur meðal annars myndskreytt bolla, lyklakippur, segla, armbönd, blýanta og buddur undir slagorðinu Ísland á HM 2018. „Hlutirnir eru til sölu um land allt og viðtökurnar hafa farið fram út björtustu vonum.“

Lára segir því óneitanlega fylgja góð tilfinning að sjá hönnun sína í verslunum. „Eins og í hvaða vinnu sem er má segja að visst stolt láti á sér kræla, stolt og léttir að hafa klárað og skilað af sér sómasamlegu verki. Rétt eins og með kúabóndann eða bakarann er þetta spurning um að leggja sig fram við afurð sína og skila henni til neytandans.“

Lára hefur tröllatrú á íslenska. „Ég tel landsliðið okkar hafa sömu möguleika og hvert annað lið í keppninni en strákarnir hafa sýnt og sannað að þeir eru til alls líklegir. Ef ég myndi ekki spá þeim sigri væri ég að sigla undir fölsku flaggi.“

Frekari upplýsingar um verk Láru má finna hér

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar