Orkumálinn 2024

Dvöl á Stöðvarfirði þýðingarmikil fyrir tónlistarferilinn

Írski tónlistarmaðurinn Con Murphy sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu, sem fengið hefur góðar viðtökur í heimalandinu. Útgáfutónleikar fyrstu stuttskífu hans voru haldnir á Stöðvarfirði þar sem hugmyndin að henni kviknaði.

„Ég hélt útgáfutónleikana að fyrstu stuttskífunni minni, The Fjord (Fjörðurinn) á Stöðvarfirði árið 2018.

Ég samdi titillagið í firðinum því vinur minn útbjó sitt eigið hljóðver þar eftir að hafa flust frá Írlandi árið 2014,“ segir Murphy í viðtali við írska ríkisútvarpið RTE og vísar þar til Vinny Vamos í Sköpunarmiðstöðinni. Útgáfutónleikarnir voru ekki einu tónleikarnir sem hann hélt í þar því hann kom þar einnig fram árið 2015.

Fyrsta breiðskífan hans, Otherworld, kom út í byrjun mánaðarins og hefur fengið ágætar viðtökur í heimalandinu. „Þetta er fyrsta stóra platan mín þótt ég hafi samið tónlist í ein 18 ár. Ég byrjaði ekki á því í atvinnuskyni fyrr en árið 2017. Að mínu endurspeglar þessi plata þroska minn og inniheldur mín bestu lög til þessa,“ segir Murphy.

„Tónlistin mín er fjölbreytt en ber sterkan keim af þjóðlagarokki. Ég daðra við og geri ýmsar línur óskýrar, ég er óhræddur við að fara mínar leiðir. Kannski er ég að leita að einhverju nýju og framandi. Titillagið endurspeglar þessar upplifanir mínar. Fyrir mér snýst allt um textana og sögurnar sem þeir segja, síðan fylgir annað á eftir.“

Con Murphy ásamt félögum á sviði í Sköpunarmiðstöðinni. Mynd: Con Murphy

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.