Orkumálinn 2024

Draumurinn um netháskóla

Í dag kynnir Þekkingarnet Austurlands áætlanir um netháskóla á Austurlandi og meistaranám í umhverfis- og þjóðgarðastjórnum. Markmið fundarins er auk kynningar á verkefnunum að ræða með hvaða hætti rannsókna- og þróunarstofnanir á Héraði geti komið að slíkum verkefnum með þekkingu og mannauð.

Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands mun kynna drauminn um netháskóla; háskólanám sem símenntun, fjarmenntun og dreifmenntun. Þá fjallar hún um Leonardo-verkefni í samstarfi við Svía, Skota og Kanadamenn. Sigrún Víglundsdóttir, verkefnastjóri Þekkingarnetsins segir frá meistaranámi í umhverfis- og þjóðgarðastjórnun, en það er samstarfsverkefni Vísindagarða og Þekkingarnetsins, styrkt af Alcoa Fjarðaáli.

Fundurinn hefst á Hótel Héraði, Egilsstöðum, kl. hálffjögur í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.