Dansað fyrir Úkraínu

„Við erum að heyra að hópur krakka á Reyðarfirði hafi verið að safna fyrir Úkraínu og ætli að afhenda okkur að sýningunni lokinni og það er frábært að heyra. Okkur hlakkar mikið til,“ segir Alona Perepelytsia, danskennari.

Alona hefur, ásamt fleiri samlöndum sínum frá Úkraínu, að undanförnu verið að semja og koma á fót sérstakri danssýningu auk tónlistaratriða en allur ágóði af sýningunni mun fara rakleitt til bágstaddra í stríðshrjáðri Úkraínu.

Fyrsta sýningin fer fram klukkan 18 í kvöld í grunnskólanum á Reyðarfirði, sú næsta á Seyðisfirði á föstudaginn á sama tíma og lokasýningin verður í Valaskjálf á Egilsstöðum miðvikudaginn 18. maí. Frítt er á sýningarnar en frjáls framlög vel þegin.

Bæði Múlaþing og Fjarðabyggð hafa aðstoðað við að tryggja aðstöðu án endurgjalds og vonast Alona til að sjá sem allra flesta því ekki veiti af stuðningi til handa íbúum Úkraínu. Allur ágóði rennur annars vegar til SmartMed læknasetrinu í Kænugarði og til munaðarleysingjahælis í borginni Cherkasy.

Mynd: Hluti þess fólks sem flúið hefur stríðsátökin í Úkraínu alla leið til Austurlands síðustu vikur og mánuði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.