Byrjuðu aftur saman, nema núna í hljómsveit

Hljómsveitin Winter Leaves gaf út sína aðra plötu, „Cold September“ rétt fyrir síðustu jól en áður hafði sveitin gefið út litla EP plötu. Hljómsveitina skipa þau Hannes Valur Bryndísarsson og Soffía Björg Sveinsdóttir fyrrum Héraðsbúi.

 
„Við erum að reyna hafa þetta í rokkaðri kantinum en auðvitað eru rólegri lög inn á milli. Við höfum bæði gaman af rokki. Við vildum bara semja það sem okkur langaði að semja,“ segir Soffía Björg.

Platan inniheldur bæði gömul og ný lög. „Þetta voru lög sem við unnum í einhvern tíma. Við tókum bæði lög sem við áttum en sömdum líka ný,“ segir hún.

Soffía segir lögin ekki mynda eina heild. „Þetta er ekki svona þemaplata.  Eina sem lögin eiga sameiginlegt eru að þau er samin af okkur. Ég samdi textana og skrifaði um það sem var gangi í þeim tíma þegar lögin voru samin.“

Nokkur lög af plötunni eru komin á alþjóðlega lagalista á Spotify streymiþjónustunni. „Mesta hlustunin á lögin okkar þar er í Bandaríkjunum. Það er auðvitað fleira fólk, þar sem spilar inn í en þetta er einhver hljómur sem þeir fíla,“ segir hún.

Soffía segir tilurð hljómsveitarinnar vera frekar fyndna. „Við Hannes voru einu sinni par. Þá var hann í annarri hljómsveit en þeim gekk eitthvað illa að finna tíma til að æfa og spila. Svo það endaði bara með því að við fórum semja lög heima í staðin.

En svo hættum við saman og það liðu svona þrjú til fjögur ár þar til við „byrjum aftur saman“ sem hjómsveitin Winter Leaves,“ segir hún að lokum.

Hannes og Soffía Björg í hlómsveitinni Winter Leaves. Myndin er aðsend.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.