Byrja á úrslitaleiknum

 

Dagskrá Fljótsdalsdags, lokadags Ormsteitis, hefst á úrslitaleiknum í handknattleik karla á Ólympíuleikunum.

„Við ætlum að sýna leikinn á breiðtjaldi í félagsheimilinu okkar, Végarði,“ segir Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir, formaður ferðamálanefndar Fljótsdalshrepps um Fljótsdælinga sem taka daginn snemma klukkan 08:00. „Það taka allir daginn snemma til að senda strákunum okkar hlýja strauma.“
Að leik loknum geta menn valið um þrautakeppni fjölskyldunnar í Víðivallaskógi eða gönguferð frá Hrafngerðisá að Parthúsum undir leiðsögn Helga Hallgrímssonar. Eftir hádegi er dagskrá á Skriðuklaustri, tónleikar með Múgsefjun og Þristarleikarnir þar sem meðal annars er keppt í fjárdrætti. Dagskránni lýkur á guðþjónustu við rústir Skriðuklausturs í tilefni messudags klausturkirkjunnar fornu. Séra Davíð Tencer, munkur að Kollaleiru og séra Lára G. Oddsdóttir þjóna við guðsþjónustuna.
Á morgun er bæjarhátíð á Egilsstöðum. Dagskráin teygir sig yfir allan daginn en nær hápunkti um kvöldið með hreindýraveislu, kvöldvöku og nostalgíu dansleik. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.