Bræðslunni 2020 aflýst

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar, sem halda átti á Borgarfirði eystra síðustu helgina í júlí, hafa ákveðið að halda hátíðina ekki í ár vegna Covid-19 faraldursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem skipuleggjendur sendu frá sér í morgun. Þar segir að þótt samkomutakmarkanir séu á undanhaldi telji þeir samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni í ár.

Með því vilji þeir afstýra allri mögulegri smithættu sem falist geti í því að stefna saman fjölda fólks á Borgarfirði.

Þeir hvetja fólk hins vegar til að heimsækja Borgarfjörð í sumar og nýta meðal annars skipulagðar gönguferðir, smærri tónleika sem þar verði og aðra þjónustu.

Að lokum er það ítrekað að ákvörðunin þýði ekki endalok Bræðslunnar, sem fyrst var haldin árið 2005, heldur snúi hátíðin aftur af fullum krafti að ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.