Blása aftur í Heilsudaga á Vopnafirði í nóvember

Annað árið í röð mun útgerðarfyrirtækið Brim taka höndum saman við Vopnafjarðarhrepp og halda sérstaka Heilsudaga í nóvembermánuði.

Þetta staðfestir Fanney Björk Friðriksdóttir hjá Brim sem heldur mikið til utan um verkefnið en markmið þess er að bjóða upp á fjölbreytta heilsutengda dagskrá í heila viku fyrir alla sem áhuga hafa. Heilsudagarnir þóttu takast það vel á síðasta ári með afar góðri þátttöku bæjarbúa að ekki er loku fyrir skotið að Heilsudagarnir séu komnir til að vera. Þá var dagskráin vægast sagt þétt frá morgni til kvölds í heila viku og þar til dæmis prufutímar í hinum ýmsu íþróttagreinum, kynfræðsla, blakmót og allmörg fræðsluerindi um líf og heilsu svo fátt sé nefnt.

Fanney segir tímasetninguna ekki alveg liggja fyrir á þessari stundu en líkurnar meiri en minni að Heilsudagarnir fari fram síðustu viku nóvembermánaðar. Tímasetning helgast töluvert af veiðum uppsjávardeildar Brims á Vopnafirði enda heilsuverkefnið ekki síður ætlað starfsfólki Brims en öðrum bæjarbúum.

Krossfit, bocchia, blak, lífsleikni, göngur og fræðsla af ýmsum toga um líf og heilsu á Heilsudögum Brims. Mynd Vopnafjarðarhreppur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.