Blak: Fyrrum króatískur landsliðsmaður til Þróttar

Simona Usic, sem á að baki landsleiki með A-landsliði Króatíu, er genginn til liðs við kvennalið Þróttar í blaki. Miklar breytingar eru á hópnum fyrir veturinn.

Simona, sem er fædd árið 1988, á að baki feril sem atvinnumaður bæði í heimalandinu og Þýskalandi. Í Króatíu lék hún með sterkustu félagsliðum landsins sem tóku þátt í Evrópukeppnum.

Hún á að baki leiki með bæði yngri landsliðum og A-landsliðið Króatíu en hún var í leikmannahópi Króata á Evrópumótunum árið 2011 og 2013. Simona spilar sem uppspilari og þarf að fylla skarð Önu Vidal sem er farin til Aftureldingar.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þróttar frá síðustu leiktíð. Særún Birta Eiríksdóttir fyrirliði er farin erlendis til náms, Valdís Kapitola Þorvarðardóttir mun spila með KA auk þess sem þær Vanda Jónasardóttir og Anna Karen Marinósdóttir verða í frí frá blakinu í vetur.

Amelía Rún Jónsdóttir og Eyrún Sól Einarsdóttir eru fluttar aftur til Neskaupstaðar auk þess sem Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir verður með á ný í vetur.

Mynd: Þróttur Neskaupstað

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.