Bjuggu til jólakort, seldu og gáfu afraksturinn í jólasjóð

Óvænta gesti bar að garði í Kirkjusel í Fellabæ í gær þegar þangað komu nemendur í leikskólanum Hádegishöfða ásamt kennurum sínum og það færandi hendi.

Hafa börnin í leikskólanum meðal annars dundað sér við það undanfarið að útbúa sín eigin jólakort og selt foreldrum sínum. Það var afrakstur þeirrar vinnu sem börnin höfðu með sér í Kirkjusel og gáfu alla fjárhæðina í jólasjóð Múlaþings.

Sá jólasjóður er samstarfsverkefni Rauða krossins, Þjóðkirkjunnar, AFLs starfsgreinafélags, Lionsklúbbanna á Héraði og á Seyðisfirði auk Múlaþings sjálfs en honum er ætlað að styrkja fjölskyldur og einstaklinga í Múlaþingi og á Vopnafirði sem búa við þröngan kost.

Afrakstur af vinnu barnanna í fallega skreyttum krukkum. Allt fer það til góðs málefnis í tveimur sveitarfélögum. Mynd Kristín Þórunn Tómasdóttir

 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.