Björt tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur

Seyðfirðingurinn Björt Sigfinnsdóttir hefur verið tilnefnd sem viðurkenningarinnar Framúrskarandi ungir Íslendingar.

Það er JCI hreyfingin á Íslandi sem afhendir verðlaunin. Það verður gert á miðvikudag og er það í 20. sinn sem það er gert.

Björt er eini Austfirðingurinn á listanum í ár en hún er tilnefnd fyrir afrek á sviði menningar. Björt er framkvæmdastjóri LungA-hátíðarinnar sem hún tók þátt í að stofna fyrir rúmu 20 árum. Þá kom hún að stofnun LungA-skólans auk eigin listsköpunar, en hún hefur bæði gefið út tónlist og leikið í kvikmyndum.

Alls eru tíu einstaklingar tilnefndir og fær einn þeirra nafnbótina Framúrskarandi ungur Íslendingur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.