Bjóða listakonum í fjölþjóðlegt samstarfsverkefni

Bókasafn Héraðsbúa leitar nú að þátttakendum á Austurlandi til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni sem ber heitið Heima er þar sem hjartað slær.

Verkefnið snýst um að fá listakonur sem hafa af ýmsum ástæðum flust burt frá heimalandi sínu ellegar konur sem dvalið hafa langdvölum erlendis og svo kosið að snúa aftur heim til að velta fyrir sér hugmyndinni um heimili og hvað það tákni persónulega fyrir hverja og eina. Orðið getur haft mismunandi merkingu fyrir hverri manneskju og með það þema skal vinna á sérstökum vinnustofum sem haldnar verða í júlímánuði undir leiðsögn listakvennanna Önnu Maríu Cornette og Gillian Pokalo.

Vinnustofurnar verða þrjár alls frá 18. - 23. júlí og verður þátttakendum alfarið að kostnaðarlausu og þeim lýkur með sýningu á verkunum í sýningarsal bókasafnsins. Verkin verða unnin með silkiprenttækni auk annarra blandaðra aðferða.

Bókasafn Héraðsbúa stendur að þessu verkefni með Bókasafni Reykjanesbæjar. Þátttaka er opin öllum sem skilgreina sig kvenkyns, eru af erlendu bergi eða hafa reynslu af langdvöl erlendis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.