Bjartmar yrkir um Jim Ratcliffe

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson sendi í vikunni frá sér nýtt lag. Þar yrkir Bjartmar um annan mann með sterk tengsl við Austfirði, enska auðjöfurinn Jim Ratcliffe.

Lagið heitir „Á ekki eitt einasta orð“ sem er af annarri breiðskífu hans með hljómsveitinni Bergrisunum, sem væntanleg er í haust.

Bjartmar, sem uppalinn er á Fáskrúðsfirði og bjó um tíma á Eiðum, yrkir sem oft áður ádeilu á ríkasta fólk landsins. Að þessi sinni er það Ratcliffe, sem undanfarin ár hefur keypt fjölda jarða í Vopnafirði sem og víðar á Austur- og Norðausturlandi, sem veitir Bjartmari innblásturinn en í fyrsta erindi textans segir:

Hér kom einhver kliff og keypti sér arðbæra jörð
fjallgarða, freyðandi fossa skriður og skörð.
Svo keypt‘ þessi kliff einhvern ferlega fallegan fjörð
allt til að ættleiða lífríki á himni og jörð.

Auk Bjartmars eru Bergrisarnir þeir Júlíus Freyr Guðmundsson, Birkir Rafn Gíslason, Bassi Ólafsson og Halldór Smárason. Sveitin hyggur á tónleikaferð um landið í sumar ef aðstæður leyfa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.