Birna leikkona ársins í aukahlutverki

Birna Pétursdóttir hlaut í vikunni Grímuverðlaunin sem leikkona ársins í aukahlutverki en hún leikur Daða dreka í söngleiknum Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar.

Birna er alin upp á Egilsstöðum og hóf ferilinn hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs sem hún fékk inngöngu í aðeins átta ára gömul.

Að loknu námi í Menntaskólanum á Akureyri skráði hún sig í breska Rose Bruford leiklistarskólann og lauk þaðan BA námi. Hún vann um tíma í álverinu á Reyðarfirði eftir heimkomu en hélt síðan norður á ný þar sem hún starfaði meðal annars fyrir sjónvarpsstöðina N4 auk þess að starfa sjálfstætt við sjónvarpsþáttagerð.

Hún hefur í vetur leikið bæði í Benedikt búálfi og gamanleiknum Fullorðin.

Mynd: Menningarfélag Akureyrar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.