Bæði Gettu betur liðin keppa í kvöld

Lið bæði Menntaskólans á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað keppa á fyrsta kvöldi spurningakeppninnar Gettu betur sem er í kvöld.

Viðureign ME gegn Menntaskólanum á Ásbrú er fyrsta viðureign kvöldsins en hún hefst á Rás 2 um klukkan hálf átta. Í liði ME eru þau Katrín Edda Jónsdóttir, Heikir Hafliðason og Rafael Rökkvi Freysson. Þjálfari liðsins er Jóhann Hjalti Þorsteinsson.

VA mætir síðan í kjölfarið Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Lið VA skipa þau Ágústa Vala Viðarsdóttir, Geir Sigurbjörn Ómarsson og Ragnar Þórólfur Ómarsson.

Í ár eru 27 lið skráð til leiks. Menntaskólinn í Reykjavík, sigurvegari síðasta árs, situr hjá og kemst beint í aðra umferð ásamt þrettán sigurliðum. Þrjú stigahæstu tapliðin úr fyrstu umferð komast einnig í aðra umferð. Sigurlið annarrar umferðar fara í átta liða úrslitin en þeim er sjónvarpað.

Lið VA í æfingakeppni í síðustu viku. Mynd: VA

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.