Orkumálinn 2024

Báðir skólarnir úr leik í Gettu betur

Bæði lið Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Egilsstöðum eru úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

VA tók þátt í fyrstu keppni ársins á mánudagskvöld í síðustu viku og mætti þar Tækniskólanum, sem vann 29-11. Lið VA skipuðu að þessu sinni Helena Lind Ólafsdóttir, Hlynur Karlsson og Ragnar Þórólfur Ómarsson en það þjálfaði Birgir Jónsson.

ME mætti svo til leiks tveimur dögum síðar og vann Menntaskólann við Sund 22-10. ME keppti svo í fyrrakvöld við Kvennaskólann í Reykjavík en tapaði 14-32. Lið Kvennaskólans varð stigahæst í annarri umferðinni. Lið ME skipuðu þau Almar Aðalsteinsson, Ásdís Hvönn Jónsdóttir og Gunnar Einarsson en Stefán Bogi Sveinsson þjálfaið.

Fyrstu tvær umferðirnar fóru fram í útvarpi en sjónvarpshluti keppninnar hefst með þriðju umferðinni, átta liða úrslitunum. Því miður verður ekkert austfirskt lið þar í ár.

Lið ME 2021. Mynd: ME

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.