Austurlands Food Coop í örum vexti

Gamla bensínstöðin á Seyðisfirði er orðin að suðupunkti matarmenningar. Undanfarið ár hefur henni verið breytt í miðstöð Austurlands Food Coop sem flytur inn og dreifir fersku grænmeti og ávöxtum um allt land.

Fyrirtækið var stofnað af þeim Jonathan Moto Bisgani og Idu Feltendal. Þau fluttu til Seyðisfjarðar fyrir nokkrum árum, hann frá New York, hún frá Danmörku. Hann til að vinna sem kokkur á Norð Austur sushi-staðnum en hún sem listamaður í listamannasetrinu Heima. Þau búa nú á Seyðisfirði með sonum sínum tveimur, Oskari og Theodor.

Fyrstu sendingarnar bárust í janúar 2019 með Norrænu, sem vikulega siglir milli Seyðisfjarðar og Hirthals í Danmörku. Seyðfirðingar tóku framtakinu strax fagnandi og studdu við það með að kaupa af þeim kassa með grænmeti og ávöxtum. Austurlands Food Coop byggðist upp í kjölfarið þegar eftirspurnin óx með hverri viku.

Í dag flytur fyrirtækið inn rúm fjögur tonn af grænmeti og ávöxtum í hverri viku. Áherslan er á lífrænar, nýuppteknar afurðir sem pantaðar eru frá dönskum birgja, sem fyrst og fremst skiptir við evrópska bændur.

Áhersla fyrirtækisins í fyrstu var á Austurland en nú sendir það frá sér 350 kassa um allt land í hverri viku. Fólk jafnt í þéttbýli sem dreifbýli hefur tekið sendingunum fagnandi og stutt við framtakið. Á Siglufirði, Reykjavík og jafnvel í Vestmanneyjum er fólk sem aðstoðar við að pakka og dreifa kössunum.

Nýjasta afurð fyrirtækisis verður afhjúpuð innan skamms. Bensínstöðin verður opnuð sem kaffihús og matarmarkaður með ferskum ávöxtum og þurrmat svo sem hrísgrjónum, hveiti og baunum sem hægt verður að kaupa í massavís. Hugmyndin er ekki bara að skapa miðstöð fyrir góðan mat og got kaffi, heldur koma á fót eldhúsi þar sem fólk getur lært að baka súrdegisbrauð, sýra mat og fleira.

Útgáfa Austurgluggans í síðustu viku var samstarfsverkefni Austurbrúar og Útgáfufélags Austurlands. Blaðið var tileinkað fólki er erlendum uppruna á Austurlandi. Það var gefið út á ensku til að ná til sem flestra lesenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Íslenskar útgáfur greinanna birtast á Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.