Austurfrétt/Austurglugginn meðal þátttakenda í málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir

Austurglugginn/Austurfrétt eru meðal þeirra sem eiga fulltrúa á málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir sem haldinn verður í Hofi, Akureyri á morgun.

Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum.

Viðburðurinn er haldinn af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann á Akureyri og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Dagskrá:

Setning - Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
Horft út um glugga borgarmúrsins - Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi og formaður stjórnar SSNE
Vandi staðbundinnar fjölmiðlunar - Birgir Guðmundsson dósent við fjölmiðlafræðideild Háskólans á Akureyri
Hvítu blettirnir í fjölmiðlun: Lærdómur frá Norðurlöndunum um stöðu staðbundinna miðla og hlutverk ríkisfjölmiðla - Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
RÚV okkar allra - Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Pallborðsumræður - Gunnar Gunnarsson ritstjóri Austurfréttar/Ausutrgluggans stýrir umræðum.

Vegna sóttvarnareglna er ekki hægt að hafa salinn í Hofi opinn almenningi en hægt verður að fylgjast með málstofunni í beinni útsendingu á YouTube. Upptaka verður einnig aðgengileg þar eftir á. Fundurinn hefst klukkan 9:00 og gert er ráð fyrir að honum ljúki um 10:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.