Orkumálinn 2024

Austfirskt fullveldi tilnefnt til safnaverðlaunanna

Verkefnið Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi, er meðal fimm sýninga og verkefna sem tilnefndar eru til Íslensku safnaverðlaunanna í ár.

Sýningin var sett upp árið 2018 í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands. Verkefnið var samvinnuverkefni Minjasafns Austurlands, Tækniminjasafns Austurlands, Sjóminjasafns Austurlands, Gunnarsstofnunar, Austurbrúar, Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Skólaskrifstofu Austurlands, Landgræðslu ríkisins og Menntaskólans á Egilsstöðum.

Þessu umfangsmikla samstarfi er sérstaklega hrósað í umsögn valnefndar. Þar er því lýst sem fordæmisgefandi um hvernig söfn af hvaða stærðargráðu sem er geti gert sig gildandi í samfélagsumræðunni og verið leiðandi í samstarfi við fleiri stofnanir.

Sýningin var sett upp á söfnunum fjórum en á hverjum stað voru sagðar sögur tveggja barna og aðstæðum þeirra, annars vegar árið 1918, hins vegar 2018. Sögurnar voru frumsamdar en byggðar á heimildum.

Í þeim var komið inn á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um meðal annars fátækt, heilsu, menntun, jafnrétt og aðgang að vatni. Þá voru birtar myndir af börnunum, en til að ná fram einkennum gamalla ljósmynda voru teknar myndir á tæki frá Eyjólfi Jónssyni, ljósmyndara á Seyðisfirði. Með þessu voru sýningargestir hvattir til að líta í eigin barm og spegla eigin aðstæður við aðstæður barnanna og heimsmarkmiðin.

Í umsögn valnefndarinnar segir að sýningin hafi tekið á knýjandi málefnum samtímans, tengt safnkost við samfélagði þá, nú og í náinni framtíð með hliðsjón af heimsmarkiðunum. Verkefnið er sagt til fyrirmyndar og íslensku safnastarfi til framdráttar.

Fjórar aðrar sýningar eru tilnefndar. Í fyrsta lagi sýningin Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár sem er ný grunnsýning Borgarsögusafns Reykjavíkur. Í öðru lagi verkefnið 2019 – ár listar í almannarými hjá Listasafni Reykjavíkur. Í þriðja lagi Vatnið í náttúru Íslands, ný grunnsýning Náttúruminjasafns Íslands og í fjórða lagi varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands ásamt Handbók um varðveislu safnkosts.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn þann 18. maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.