Austfirskar perlur: Hafnarbjarg

Mynd af Hafnarbjargi, sem skilur að Borgarfjörð og Brúnavík, er þriðja myndbandið í samstarfi myndatökumannsins Fannars Magnússonar og tónlistarmannsins Hákons Aðalsteinssonar við Austurfrétt um myndskeið úr austfirskri náttúru.

„Fyrir nokkrum árum var ég á strandveiðum þar sem róið var út frá Borgarfirði. Mér fannst alltaf tilkomumikið að sigla undir bjarginu. Fuglahreiður er á hverri klettasyllu og mikið líf í klettunum.

Það er hægt að ganga eða hjóla yfir í Brúnavík og ég vil hrósa þeim sem komu að því að byggja upp stíginn yfir Brúnavíkurskraðið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.