Austfirðir stöðugt í huga Tucci

Bandaríski stórleikarinn Stanley Tucci segist hafa heillast af Austfjörðum og Íslandi þegar hann dvaldi á svæðinu við tökur á Fortitude-sjónvarpsþáttunum.

Tucci er umsjónarmaður nýrra ferðaþátta um Ítalíu sem frumsýndir voru á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN um síðustu helgi. En þótt hann sé nýbúinn að fara um Ítalíu eru það Austfirðirnir sem eru honum efst í huga.

„Fyrir sex árum ferðaðist ég til íslensks smábæjar, Egilsstaða, til að taka upp Fortitude. Staðarvalið átti sinn þátt í að ég þáði hlutverkið,“ skrifar Tucci í Condé Nast Traveler.

„Við flugum þangað frá Reykjavík í janúar og dvöldum í þessu kassalaga hóteli. Ég hugsaði með mér: „Hvað á ég að gera hérna?““

En þar í nokkur hundruð metra fjarlægð, þvert yfir tún, var gamalt hús sem breytt hafði verið í hótel – Gistihúsið. Það hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því fyrir aldamótin 1800.

Þarna var ég að ganga yfir túnið, horfandi á norðurljósin og inn í þetta rúmlega aldargamla hús þar sem ég borðaði ótrúlega hreindýramáltíð og ferskan humar. Það var magnað.

Ég var gagntekinn af landslaginu. Ég og mótleikari minn, Michael Gambon, vorum einn daginn upp á snævi þöktum fjöllunum. Við keyrðum eftir grófum veginum meðfram tærum fossum, fallvötnum og veðruðum klettum. Snjórinn varð stöðugt dýpri þar til hann myndaði fjögurra metra háa veggi meðfram slóðinni.

Svona lífsreynsla á sinn þátt í að maður velur að verða leikari. Þér gefast tækifæri til að heimsækja staði sem þú hefðir annars aldrei komið á.

Ég býst við að fólk hefði búist við að ég talaði hér um Ítalíu – og ég gæti það auðveldlega – en ég get ekki hægt að hugsa um þessa ferð. Það er eitthvað við Ísland sem fangar mig. Þegar Covid-faraldurinn verður afstaðinn langar mig að fara þangað með tveimur elstu börnunum mínum. Það ríkir viss depurð yfir landinu en líka ótrúleg hrjúf fegurð.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.