Atli Pálmar blómstraði bæði í bílasmíði og bílamálun í Borgarholtsskóla

„Já, ég læt þetta duga í bili og fer svona hvað úr hverju að halda austur á ný og býst við að fara beint að vinna í kjölfarið,“ segir Atli Pálmar Snorrason, sem lauk fyrir nokkru námi í bílamálun og kláraði nýverið nám í bílasmíði í þokkabót við Borgarholtsskóla.

Atli Pálmar, sem er frá Egilsstöðum, lét ekki nægja að leggja bara stund á bílafræðin í höfuðborginni heldur lauk báðum greinum með sérstakar viðurkenningar frá skólanum fyrir framúrskarandi námsárangur.

„Ég er nú líklega með bíladellu í blóðinu. Pabbi er í þessu og allnokkrir aðrir í ættinni þannig að það er líklega ekki langt að sækja áhugann. Námið sjálft fannst mér auðvelt en það er líklega vegna þess að ég hef mikinn áhuga á flestu sem viðkemur bílum og þegar maður hefur mikinn áhuga þá er allt auðveldara.“

Hann er að flytja búferlum austur á Hérað og er ekki í vafa um að þar vill hann búa í framtíðinni.

„Mig hlakkar til að koma aftur austur. Höfuðborgin er allt í lagi þannig en það er margt hérna sem fer í taugarnar á mér eins og umferðin sem er hlutur sem maður þarf ekkert að hugsa um fyrir austan.“

Atli stoltur með viðurkenningar fyrir góðan árangur. Hann flytur austur á land í lok þessa mánaðar og lífið tekur við. Mynd úr einkasafni

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.