Ástarljóð og almenn huggulegheit í Sláturhúsinu á Valentínusardag

„Mig hefur lengi langað til að standa fyrir ljóðatengdum viðburði en ekki náð að ramma þá hugmynd almennilega inn. Þegar mér var svo bent á að Valentínusardagurinn nálgaðist þá small þetta tvennt saman,” segir Kristín Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en austfirsk ástarljóð eiga sviðið í Sláturhúsinu fimmtudagskvöldið 14. febrúar, á degi elskenda.

 

 


Á dagskránni verða austfirsk ástarljóð sem flutt verða í tali og tónum. „Öystein Magnús Gjerde flytur ljóð eftir Pál Ólafsson við lög ýmissa höfunda, en segja má að Páll sé ástarskáld þjóðarinnar númer eitt. Hins vegar stefnum við að því að fá skáld af svæðinu til þess að flytja sín eigin ástarljóð og hafa nú Steinunn Ásmundsdóttir, Sveinn Snorri Sveinsson og Ása Þorsteinsdóttir samþykkt að lesa okkur ástarkvæði sín og vonumst til þess að fleiri geri slíkt hið sama” segir Kristín, en dagskráin hefst klukkan 20:00.

„Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni, súkkulaði með kaffinu og almenn huggulegheit. Stundum þurfum við bara að helga ástinni ákveðinn tíma,” segir Kristín.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.