Allsber á ísjaka við Grænland

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, heimsækir Austurland reglulega til að fara í gönguferðir og skoða umhverfið. Hann segir engan dag eins í blaðamennskunni.

Reynir ólst upp í sveit á Búfelli á Borgarfirði. Hann gerðist blaðamaður eftir að hafa ákveðið að verða ekki sálfræðingur.

„Þegar ég var barn á Búrfelli dreymdi mig um að verða annað hvort sálfræðingur eða rithöfundur. Svo var ég bara ekki nógu duglegur að stunda námi þannig að ég gat ekki orðið sálfræðingur. Rithöfundurinn kom svo bara fljótlega eftir að ég varð blaðamaður,“ segir Reynir.

Hann segir engan dag eins í starfinu sem kynni hann stöðugt fyrir nýju fólki og uppgötva ýmislegt sem lífið færi fólki. „Það merkilegasta sem ég hef þurft að gera fyrir frétt, var að vera allsber borgarísjaka við Grænland,“ rifjar hann upp.

Það var í júlí árið 1996 sem kúfiskbátnum Æsa ÍS-087 hvolfdi skyndilega og sökk. Tveir skipverjar fórust. Kenna átti skipstjóranum um hvernig fór. Reynir tók að sér að taka viðtal við ekkjuna og í kjölfar þess skrifaði hann margar fleiri fréttir. Svo fór að tryggingafélagið varð að hætta að skella skuldinni á skipstjórann og borga ekkjunni bætur.

Maður verður að fara á kaf í starfinu

Reynir hefur komið víða við á blaðamannsferlinum og segist sáttur við að hafa valið sér þann starfsvettvang. „,Ég er bara mjög sáttur. Ég var náttúrulega búinn að vera sjómaður og skipstjóri, síðan var ég blaðamaður, næst ritstjóri og svo eignaðist ég fjölmiðil. Mér finnst þetta bara fínt. Ég get eiginlega bara dáið sáttur,“ segir Reynir.

„Það sem ég vil segja við þau sem vilja verða blaðamenn er að þeir þau þurfa að sætta sig við það að þau verða aldrei rík. Launin eru ekki há en vinnan er skemmtileg. Ef menn ætla að verða góðir blaðamenn, verða þeir gefa sig alveg í þetta. Maður verður að fara á kaf í starfinu, annars gerist ekkert af viti.“

Reynir er vel tengdur Austurlandi og heimsækir svæðið reglulega. Aðspurður kveðst hann hafa lauslegar áætlanir um að koma austur í sumar til að fara í gönguferðir og til að skoða náttúruna og lífið eystra.

Fréttin er afrakstur fjölmiðlanámskeiðs Austurfréttar fyrir vinnuskóla Fjarðabyggðar. Fréttina unnu: Sara Rut Magnadóttir, Eva Lind Guðmundsdóttir, Halldóra Jakóbína Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ellen Önnudóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.