Orkumálinn 2024

Alcoa Fjarðaál kaupir bleikar slaufur

Alcoa Fjarðaál hefur lagt söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins lið með því að kaupa 225 bleikar slaufur. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir það gert því stefna fyrirtækisins vera að helmingur þeirra 450 starfsmanna sem það hefur í vinnu verði konur. Í dag eru það um þriðjungur, sem er met innan Alcoa samsteypunnar, að því er segir í fréttatilkynningu.

 

ImageFjármunum sem fast fyrir sölu slaufunnar verður varið til kaupa á nýjum stafrænum röntgentækjum sem eiga að gjörbylta starfsemi félagsins við leit að brjóstakrabbameini.
„Það þekkja allir þá mikilvægu þjónustu sem Krabbameinsfélag Íslands innir af hendi í samfélaginu en félagið hefur lyft grettistaki í þjónustu við krabbameinssjúklinga og í skipulagðri leit að krabbameini. Rannsóknir eru snar þáttur í baráttunni við krabbameinið og það er okkur mikil ánægja að styrkja Krabbameinsfélagið með því að kaupa 225 slaufur,“ segir Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli.
Slaufuna, sem kostar 1.000 krónur, verður hægt að kaupa fram til 15. október hjá eftirtöldum fyrirtækjum; Kaffitári, Te & kaffi, Eymundsson, Frumherja, Samkaupum, Lyfju, Lyf og heilsu, Lyfjavali og Hreyfli/Bæjarleiðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.