Afhendingu Eyrarrósarinnar aflýst

Hætt hefur verið við fyrirhugaða afhendingu Eyrarósarinnar, viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarstarfs á landsbyggðinni, sem fara átti fram á Seyðisfirði vegna veðurspár.

Upphaflega átti að afhenda Eyrarrósina á föstudag, en í ljósi spár um mikið hvassviðri um allt land á föstudag, var henni flýtt til fimmtudags.

Skipuleggjendur sendu frá sér tilkynningu í dag um að afhendingunni yrði aflýst þar sem erfitt reyndist að koma fulltrúum þeirra verkefna sem tilnefnd eru til verðlaunanna til og frá Seyðisfirði. Verkefnin eru frá Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.

Viðurkenningin verður afhent á Bessastöðum síðar í mánuðinum, en Eliza Reid forsetafrú er verndari þeirra.

Til stóð að afhenda verðlaunin í tengslum við setningar hátíðarinnar List í ljósi, sem er handhafi verðlaunanna. Henni hafði verið flýtt og verður eftir sem áður klukkan 18:00 á morgun. Ef veður leyfir verður dagskrá hennar með eðlilegum hætti á föstudag en lokadagur hennar er laugardagur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.