Orkumálinn 2024

Ætlar að kenna á gítar gegnum Facebook-live

„Það hefur ekki mikið verið gert af þessu hérlendis og mér fannst því spennandi að láta á þetta reyna,“ segir gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason, sem er að fara af stað með ókeypis gítarnámskeið gegnum Facebook-síðu sína á mánudagskvöldum.


„Ég hef alltaf verið á leiðinni að setja af stað netnámskeið sem fólk getur keypt og verið með í tölvunni sinni, en segja má að þetta sé partur af því,“ segir Jón Hilmar, en hann ætlar að senda út gítarnámskeiðin út á Facebook-live.

„Hver tími verður á bilinu 30 til 60 mínútur og þar mun ég fara yfir mikilvægustu atriðin fyrir þá sem hafa áhuga á að læra á gítar. Einnig verður hægt spyrja að hverju sem er varðandi gítarinn og ég svara öllu eftir bestu getu. Þáttakendur einnig fá aðgang að forriti sem geymir myndbönd og annað kennsluefni.“

Í auglýsingunni hvetur Jón Hilmar áhugasama til að stíga skrefið. „Ekki horfa til baka og hugsa ég hefði átt að! Nú er tækifærið til að byrja aftur að læra á gítarinn eða að grípa hann í fyrsta skipti.“

Þátttakendur geta mótað námskeiðið
Jón Hilmar segir námskeiðið ekki alveg fullmótað. „Námskeiðið mun taka á sig ýmsar myndir því þátttakendur geta haft áhrif á um hvað er fjallað í hverjum tíma, en þannig getur það öllum, sama á hvaða stað viðkomandi er í spilamennskunni, þó svo að til að byrja með komi ég til með að fjalla mest um byrjandann.

Ég í rauninni veit ekki nákvæmlega hvert þetta fer, hverjir mæta eða hvort einhver mætir. En, sama hvað, þá verð ég á mánudagskvöldum fram á sumar og held þetta komi til með að verða mjög skemmtilegt.“

Ljósmynd: Guðjón Birgir Jóhannsson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.