Orkumálinn 2024

Aðalsteinn Jónsson á fullu stími heim af miðunum – Myndband

Myndband sem skipverjar á Aðalsteini Jónssyni, skipi Eskju, tóku upp á leið heim af veiðum á Færeyjamiðum hefur vakið nokkra athygli. Það sýnir útsýnið úr brúnni þegar skipið nálgast Austfirði.

„Það er tekið á leiðinni af kolmunnaveiðum við Færeyjar í byrjun desember. Það var farið mjög ákveðið heim.

Siglingin byrjar um 20 sjómílur suðaustur af mynni Reyðarfjarðar og svo er farið norður fyrir Skrúð og inn til Eskifjarðar. Þetta er í allt um þriggja tíma sigling,“ segir Þór Sæbjörnsson, vélstjóri.

Þótt myndbandið sé skemmtilegt gekk kolmunnavertíðin fremur treglega. „Við fórum þrjá túra. Fyrst var mjög lítil veiði og þegar hún fór að lagast setti veðrið strik í reikninginn. Veiðunum var svo hætt 19. desember.“

Skipverjar á Aðalsteini taka þessa dagana þátt í loðnuleit undir forustu Hafrannsóknastofnunar. Þegar Austurfrétt hafði tal af Þór var skipið á leið út Skagafjörð en leitað var skjóls inni á firðinum vegna mikil hvassviðris sem gekk yfir landið í vikunni.

Í fréttum hefur komið fram lítið hafi fundist af loðnu. „Það hefur einhver loðna fundist en við viljum finna meira,“ sagði Þór.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.